Freyjulundur er skógarreitur POWERtalk á Íslandi í Heiðmörk, í útjaðri Reykjavíkur.
Á hverju vori fara sjálfboðaliðar í skemmti- og vinnuferð í reitinn. Þar hefur ötullega verið unnið að trjárækt og nýjar plöntur settar niður á hverju ári um leið og unnið er að grisjun og áburðargjöf. Deildarnar skiptast á um að hafa umsjón með reitnum eitt ár í senn.
Stofnað var til Freyjulundar með samþykkt á ráðsfundi Fyrsta ráðs Málfreyja í júní 1980. Skógrækt ríkisins úthlutaði samtökunum tveggja hektara landnemareit og fyrsta skógræktarferðin var farin 12. júlí 1980. Þar mættu 50 manns og 150 trjáplöntum var plantað. Skógarreiturinn var síðan vígður við hátíðlega athöfn þann 30. ágúst sama ár og voru þá um leið gróðursett 50 tré til viðbótar auk þriggja stórra vígslutrjáa.
Rúmlega tvö þúsund trjáplöntur hafa nú verið gróðursettar og gróðurreiturinn er í stöðugum vexti, rétt eins og POWERtalk International á Íslandi.
Hér er hægt að nálgst kort af staðsetningu Freyjulundar
Tímarit POWERtalk á Íslandi heitir Freyja.
Ritstjóri | Sigrún Guðmundsdóttir | ritstjori (hjá) powertalk.is |
Freyjuna er hægt að nálgast hér á pdf formi.
Freyja 2009 | Freyja 2008 | Freyja 2007 | Freyja 2006 | Freyja 2005 |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Freyja 2004 | Freyja 2003 | Freyja 2002 | Freyja 2001 | Freyja 2000 |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
|
|
Forseti |
Aðalheiður Rúnarsdóttir |
forseti (hjá) powertalk.is |
Kjörforseti |
Sigríður Pálsdóttir |
kjorforseti (hjá) powertalk.is |
Varaforseti |
Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir |
varaforseti (hjá) powertalk.is |
Ritari |
Þórunn Kristín Kjærbo |
ritari (hjá) powertalk.is |
Gjaldkeri |
Halldóra Magnúsdóttir |
gjaldkeri (hjá) powertalk.is |
Þingskapaleiðari |
Ólöf Ásdís Ólafsdóttir |
olofasdis74 (hjá) gmail.com |
Netfang: powertalk (hjá) powertalk.is
Veffang: www.powertalk.is
Vefur félaga: www.felagar.powertalk.is
Umsjónarmaður vefjar: lensherra (hjá) powertalk.is
Kynningarfundur POWERtalk deildarinnar Hörpu var haldinn í gærkvöldi, þann 28. september. Harpa er nýflutt á nýjan fundarstað, nánar tiltekið í safnaðarheimili Grensáskirkju við Háaleitisbraut. Húsakynni eru notaleg og halda vel utan um deildarfundi. Á fundinum í gær voru Hörpur svo heppnar að hafa tvo áhugasama gesti. Stef fundarins var: "Okkar fyrstu kynni" og gekk dagskrá fundarins að miklu leyti út á að kynna samtökin og starfið í deildunum, en ekki síður persónulega upplifun félaga af verunni í deildinni. Fyrst af öllu var þó fjallað um hvort og hverjir yrðu í kappræðuliði deildarinnar.