POWERtalk deildin Klettur á Patreksfirði heldur opinn deildarfund á Ísafirði í samstarfi við stjórn Landssamtaka POWERtalk á Íslandi. Markmið fundarins er að upplýsa áhugasama á norðanverðum Vestfjörðum um ávinning sem fylgir fjölþættri þjálfun í tjáningu.
Í POWERtalk gefst fólki á öllum aldri kostur á uppbyggilegri og skilvirkri einstaklingsþjálfun á sínum eigin hraða. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að koma og kynna sér starfið þeim að kostnarlausu.
Fundurinn verður haldinn laugardaginn 29. ágúst kl. 16:00 í Rögnvaldarsal í Edinborg menningarmiðstöð Aðalstræti 7, Ísafirði
Nánari upplýsingar gefur
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nýtt starfsár POWERtalk á Íslandi er hafið. Stjórnir deilda, sem og landsstjórn eru að leggja drög að starfi komandi vetrar sem án efa verður kraftmikið og eflandi. Innan tíðar munu upplýsingar um næstu fundi birtast á atburðadagatalinu hér til vinstri. Allir deildarfundir eru opnir og ávallt er tekið vel á móti gestum sem vilja kynna sér starfið. Áhugasömum er einnig bent á að senda má póst á netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
ef frekari upplýsinga er óskað.
Landsstjórn hlakkar til að hitta alla POWERtalk félaga á ný eftir sumarfrí og að bjóða nýja félaga velkomna í hópinn.
Ólöf Ásdís Ólafsdóttir,landsforseti 2015-2016
Sólin hefur hækkað á lofti, bjartasti tími ársins er núna. Landsmenn farnir að stíga út fyrir húsins dyr, án þess að eiga það á hættu að takast á loft, eða þurfa moka sig út. Gaman að sjá fólk og dýr njóta árstíðaskiptanna með aukinni útiveru. Heiðmörk er mjög vinsæll útivistastaður. Fólk á höfuðborgarsvæðinu sækir þangað mikið. Alls konar göngu-, hjóla- og hlaupahópar njóta þess að ná sér í súrefni í fallegu umhverfi. Ekki má gleyma hestafólkinu sem gjörnýtir reiðleiðir í fallegu umhverfi.
30. Landsþing samtakanna fór fram dagana 1. – 2. maí á Hótel Hamri í Borgarfirði. Öll aðstaða og þjónusta á hótelinu var alveg til fyrirmyndar og veðrið skartaði sínu fegursta og gladdi þinggesti. Heiðursgestur þingsins var Kolfinna Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Borgarfjarðar og flutti hún einkar einlægt og fallegt ávarp við setningu þingsins. Við tók svo félagsmálahluti þingsins þar sem formenn nefnda fluttu skýrslur sínar, lagabreytingar runnu ljúflega ofan í félaga og ný stjórn var kosin.
Landssamtök POWERtalk á Íslandi velja heldur betur flottan dag til að setja 30. landsþingið, sjálfan 1. maí. Til þingsins streyma nú félagar frá öllum deildum samtakanna, Akureyri, sunnanverðum Vestfjörðum, Suðurlandinu og af höfuðborgarsvæðinu. Mjög góð mæting er á þingið og byrjuðu þinggestir að streyma á þingstað í gær, fimmtudag, slíkur er áhuginn. Þennan áhuga skal þó engan undra enda góð og fjölbreytt dagskrá sem inniheldur m.a. félagsmál, ræðukeppni, fræðslur, gamanmál og margt fleira. Skráning hefst kl. 14:30 og verður þing sett kl. 16 með því að félagsmenn fari með heit samtakanna. Síðan mun hver dagskrárliðurinn taka við af öðrum og inn á milli munu félagar njóta góðrar samveru og veitinga i Borgarfirðinum.