Nú styttist í fræðslufund POWERtalk en hann verður haldinn laugardaginn 7.nóvember nk.
Í þetta sinn er það POWERtalk deildin Jóra sem er umsjónardeild og verður fundurinn haldinn á Hótel Frost og Funi í Hveragerði. Frost og Funi er yndislegur ævintýrastaður á bökkum Varmár. sjá www.frostogfuni.is og hér er kort af staðnum.
Móttaka fundargesta hefst kl 9:30 með morgunhressingu, ávöxtum og kaffi og hefst fræðslufundur kl. 10:00. Í hádeginu verður boðið upp á ilmandi súpu ásamt heimabökuðu brauði og kaffi á eftir.
Verð fyrir fundinn með fræðslu og veitingum er aðeins 4.200,- á mann. Skráning er hafin og eru allir POWERtalk félagar hvattir til að skrá sig sem fyrst og fjölmenna. Á síðasta vetri stóð til að halda fræðslufund á þessum dýrðlega stað en því miður þurfti að aflýsa vegna óveðurs. Nú eru Jórur búnar að senda góðar óskir um gott veður og því ættu allir að geta rennt austur fyrir fjall og átt skemmtilegan dag með POWERtalk félögum á Suðurlandinu góða.
Með bestu kveðju
Ingunn Gunnarsdóttir, Jóru
umsjónamaður fræðslufundar
Ágætu félagar,
þá er komið að því að viðburðadagatal landsstjórnar birtist á vef samtakanna. Það er lifandi svo allar breytingar skila sér inn strax og dagsetningar eru nýjustu upplýsingar.
Njótið!
Aðalheiður ritari
Ertu svolítið klár? Langaði þig alltaf að vera með í Gettu betur? Veistu alltaf svörin við spurningunum í Útsvari? Finnst þér gaman að fylgjast með spurningakeppni? Ertu góður stuðningsmaður?
Hvað eiga líkamstjáning, ljóð, borðtjáning, ræða, félagsmál, tímavarsla og lokaorð sameiginlegt og kannski enn frekar....hvað er þetta? Jú, þetta allt og meira til er meðal efnis á dagskrá hjá POWERtalk deildinni Korpu í Mosfellsbæ fimmtudaginn 17. september. Nú er um að gera að sæta lagi og komast að því hvað þetta stendur allt fyrir því Korpa verður með opinn gesta- og kynningarfund í kvöld í Þverholti 3, 3ju hæð, (Safnaðarheimili Lágafellssóknar). Fundurinn hefst kl. 20 og stendur til kl. 22. Allir þeir sem áhuga hafa á að kynna sér deildarstarfið frekar eru hvattir til að láta sjá sig. Fundurinn er öllum opinn, án skuldbindinga og gestum að kostnaðarlausu. Kynntu þér dagskrá kvöldsins hér. Hlökkum til að sjá þig.
Hefur þú áhuga á að bæta þig í að koma fram, flytja verkefni fyrir samnemendur eða vinnufélaga eða halda smá tölu í afmælisveislu hjá ættingja eða vini?
Um þessar mundir er að hefjast hefðbundin þjálfun félaga í öllum POWERtalk deildum. Þjálfunin fer fram með æfingum á deildarfundum sem haldnir eru tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina og standa yfir í 2 tíma í senn. Einnig fá félagar góða þjálfun í fundarsköpum, nefndarstörfum og fl. Jafnframt myndast gott tengslanet meðal félaga sem er fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri.
Opinn kynningarfundur verður Þriðjudaginn 1. september kl. 19:30. Fundarstaður er stofa V 108 í Háskólanum í Reykjavík.
Nýttu tækifærið og kynntu þér málið, þér að kostnaðarlausu!