POWERtalk á Íslandi stendur fyrir hnitmiðuðu ræðunámskeiði þar sem farið verður í grunnatriði ræðumennsku; uppbyggingu ræðu, framkomu í ræðustól, raddbeitingu og líkamstjáningu. Námskeiðið er í tveimur hlutum og munu þátttakendur fá verkefni til undirbúnings heima sem þeir flytja á seinni hluta námskeiðisins. Hver og einn fær svo endurgjöf á flutning sinn, þar sem farið verður yfir það sem vel var gert og það sem betur má fara.
Read more: Ræðunámskeiðið ,,Fyrstu skrefin" 22. og 29. febrúar
....laugardaginn 30.apríl á Nauthól. Takið daginn frá!
Óskum POWERtalk félögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með þakklæti fyrir árið sem er að líða. Hlökkum til öflugs POWERtalk árs 2016.
Fyrir hönd landsstjórnar,
Ólöf Ásdís Ólafsdóttir, landsforseti.
Kæru POWERtalk félagar. Þá er nýjasta fréttablaðið okkar komið út. Að þessu sinni er efni blaðsins að mestu leyti helgað fræðslufundi samtakanna sem fer fram laugardaginn 7. nóvember í Hveragerði. Burðarvirki blaðsins eru kynningar á erindum sem flutt verða á fundinum. Gaman verður að hlýða á áhugaverð og skemmtileg erindi þar og njóta samveru með öðrum POWERtalk félögum. Í blaðinu má einnig að finna alls konar fróðleiksmola sem koma ykkur öllum vonandi að góðu gagni bæði á fundum innan samtakanna sem og í daglega lífinu. Njótið lestursins og sjáumst vonandi sem flest á fræðslufundinum í Hveragerði á morgun!
Smellið hér til að lesa blaðið