Nú fer að styttast i vorið og uppskeruhátíð okkar POWERtalk félaga
Ákveðið var að hafa þingið að þessu sinni einn dag á höfuðborgarsvæðinu og varð Nauthóll í Nauthólsvík fyrir valinu. Sérstaða hans er frábær staðsetning í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins; Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Nálægð við náttúruna skapar rólegt og afslappað umhverfi sem við munum njóta saman þennan dag. Veitingastaðurinn þar hefur gefið af sér gott orð fyrir að framreiða frábæran mat og glæsilegt útsýni er yfir Nauthólsvíkina. Yfirbragð þingsins verður vistvænt en Nauthóll er fyrsti Svansvottaði veitingastaður landsins. Hvet ég félaga að taka með sér penna og endurnýta taupokana sína síðan í fyrra.
Landsþings pakkinn er á kr.17.900 Innifalið í verðinu eru þinggögn, fræðsla, matur, kaffi og hátíðarkvöldverður.
Einnig er boðið uppá laugardaginn án hátíðarkvöldverðar á kr. 11.500 og hægt verður að koma eingöngu á hátíðarkvöldverðinn eða bjóða maka/gesti með fyrir kr. 9.500
Skráning á Landsþingið er hafin og er opið fyrir skráningar til 11. apríl.
Við fyllumst lífsorku, fróðleik og nærum andann saman. Ég skora á alla félaga að fjölmenna á landsþingið sem er árshátíð og uppskeruhátíð okkar.
Nánari upplýsingar um dagskrá, matseðil og fleira praktískt munu berast ykkur jafnt og þétt næstu vikurnar.
Með bestu kveðju og vonir um góða þátttöku á landsþingi.
Sólrún Ólafsdóttir umsjónarmaður landsþings 2016 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. gsm: 8635630Inni á lokaða svæði félaga hér á síðunni má nú finna nýjan hlekk fyrir ræðukeppni POWERtalk. Þar eru meðal annars uppfærðar reglur keppninnar. Einnig eru svokölluð smárit nú aðgengileg á vefnum. Um er að ræða rit sem upphaflega voru gefin út á prenti fyrir all mörgum árum en hefur nú verið komið á tölvutækt form. Félgar eru hvattir til að skrá sinn inn á lokaða svæðið og kynna sér það efni sem þar er að finna.
Korpa var stofnuð í Mosfellsbæ 5. mars 1986. Á þessum 30 árum hafa um 130 félagar verið virkir í deildinni og notið góðs af starfi samtakanna um leið og þeir hafa lagt sitt að mörkum.
Í tilefni af 30 ára afmæli deildarinnar höfum við boðið til Góugleði og vonum að sem flestir komi að fagna með okkur fimmtudaginn 3. mars klukkan 20:00 í safnaðarheimili Lágafellssóknar í Þverholti 3 á þriðju hæð.
Okkur hlakkar mikið til að sjá ykkur.
Landsstjórn vill vera samferða félögum á leiðinni til árangurs. Þess vegna teljum við mikilvægt að félagar hafi tækifæri til að koma ábendingum til stjórnar á einfaldan hátt. Til þess að auðvelda félögum að benda á það sem þeim þykir vel gert, það sem þeir telja að betur megi fara, setja fram hugmyndir og koma með tillögur hefur verið settur ábendingahnappur í vinstra hornið á lokaða svæði félaga á þessum vef. Skráðu þig inn, nýttu tækifærið og segðu þína skoðun!
POWERtalk Short Course námsefnið hefur verið sett á vefinn og gert aðgengilegt öllum félögum. Þetta er efnið sem stuðst er við á ræðunámskeiðinu Fyrstu skrefin sem haldið verður næstu tvö mánudagskvöld, 22. og 29. febrúar, og hægt er að skrá sig á hér.
POWERtalk Short Course námsefnið var fyrst kynnt á heimsþingi í Durban sumarið 2003 – Lorna Sheldon kynnti námsefnið fyrir þinggestum og þar var fyrst kynnt nafnið POWERtalk. Lorna er aðalhöfundur efnisins – það var samið m.a. í þeim tilgangi að leitast við að samræma þjálfunaraðferðir innan samtakanna.