Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Um POWERtalk á Íslandi

POWERtalk á Íslandi er hluti af alþjóðasviðinu og tilheyrir þriðja svæði. Á Íslandi eru starfandi tvö svið; Landsvið og deildir. Í deildunum, sem eru sjö, fer grunnþjálfunin fram.

Deildirnar samanstanda af einstaklingum sem vilja bæta sig á einhverju sviði og er fræðslan í formi jafningjafræðslu. Hornsteinn þjálfunarinnar er hið svo kallað AP mat, sem þú getur lesið meira um hér.

Að tala á opinberum vettvangi vex mörgum svo í augum að tilhugsunin ein er ógnvekjandi. Það þarf ekki að vera þannig. Með skilvirkri einstaklingsþjálfun í POWERtalk getur þú náð þeirri færni og því öryggi sem þú óskar eftir, á þeim hraða sem þú vilt. Þú öðlast öryggi til að standa á skoðunum þínum, yfirstíga kvíða, takast á við sviðsskrekk og heilla áheyrendur.

Hér getur þú fengið svar við ýmsum spurningum sem eflaust hafa vaknað hjá þér.

Við hvetjum þig til að senda okkur póst ef þú vilt fræðast meira um starfsemina með því að smella This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .