Read more: Kraftur og gleði á landsþingi POWERtalk á Íslandi
Nýverið var haldið á Hótel Natura í Reykjavík vel heppnað landsþing POWERtalk á Íslandi en um fimmtíu gestir sóttu þingið. Boðið var upp á frábærar fræðslur og m.a. hélt heiðursgestur landsþingsins Anita Henzler, ritari alþjóðasamtaka POWERtalk International og fyrrum alþjóðaforseti, vinnustofu um að byggja upp hæfni til að snúa ágreiningi upp í tækifæri.
Ein af vinnustofum landsþings fjallar um leiðir til að öðlast sjálfstraust og henni stýrir Guðrún Barbara Tryggvadóttir. Þetta er ekki "bara" vinnustofa, Guðrún er jafnframt að þreyta próf sem Fellow of ITC.
Árshátíðin okkar - Landsþingið, færist óðum nær okkur í tíma. Það verður haldið á Hótel Natura (hét í gamla daga Hótel Loftleiðir) dagana 2.-3. maí. Dagskráin verður að vanda fjölbreytt. Það verða þarna "gamlir kunningjar", eins og hin árlega ræðukeppni. Í deildum eru nú sem óðast að koma í ljós vinningshafarnir sem þar etja kappi.