Landsþing - samantekt, sigurvegarar og ný stjórn

32. landsþing POWERtalk samtakanna á Íslandi fór fram dagana 5.-6. maí á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Fundargestir fóru að streyma að eftir hádegi á föstudegi og tók köld þoka á móti fólki. Hún hafði þó ekki áhrif á góða skapið og var gleði og eftirvænting í loftinu þegar gesti bar að garði. Hótel Laugarbakki er nýtt hótel og var öll aðstaða og þjónusta þar til fyrirmyndar.


Mary Flentge, kjörforseti alþjóðastjórnar, var heiðursgestur þingsins og flutti hún ávarp við setningu þingsins. Þá tók við félagsmálahluti þingsins með skýrslum nefnda, lagabreytingum og kosningu stjórnar. Boðið var upp á ljúffengan kvöldverð og eftir hann fór fram æsispennandi ræðukeppni þar sem 5 félagar sýndu snilli sína í ræðumennsku, en úrslit ræðukeppninnar voru kunngerð við hátíðarkvöldverð á laugardeginum. Eftir ræðukeppnina var boðið upp á opinn málfund þar sem félagar fengu tækifæri til að ræða það sem brynni á þeim. Mynduðust góðar og mikilvægar umræður um væntingar og framtíðarhorfur félaga til samtakanna.

Laugardagurinn hófst með dýrindis morgunverðarhlaðborði og svo tók við vinnustofa frá alþjóðastjórn sem bar heitið “Molar” lærimeistarans, í umsjá Mary Flentge. Í kjölfarið fylgdu fleiri áhugaverð og skemmtileg fræðsluerindi, t.d. fræddi Sigrún Sigurhjartardóttir, Korpu, fundargesti um virka hlustun, Anna Kristín Kjartansdóttir, Jóru, hvatti félaga til að taka af skarið og Steinunn A. Ólafsdóttir, Súlu, sagði frá því hvernig áhugahvetjandi samtalstækni getur gagnast fólki. Sólrún Ólafsdóttir, Kletti, stjórnaði skemmtilegum keppnisdagskrárlið sem bar yfirskriftina “Glæpurinn”. Félagar völdu siguratriðið sem var stuttmynd frá Fífufélögum, en hana má sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=HSYFOceb69Y

Í lok dagsins var haldin málstofa undir stjórn Ragnheiðar Ástu Sigurðardóttur, Fífu, þar sem fjallað var um kynningar-, markaðs- og útbreiðslumál samtakanna. Eftir það héldu félagar ýmist í heita pottinn eða á hótelherbergin til að punta sig fyrir hátíðarkvöldverðinn sem allir biðu spenntir eftir.

Auður I. Ottesen, Jóru, á kostum sem veislustjóri kvöldsins. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson fluttu tónlistaratriði við góðar undirtektir. Sigurvegari ræðukeppninnar var tilkynntur, heiðurinn hlaut Þórunn Kristín Kjærbo, Fífu, sem flutti skemmtiræðu sem bar nafnið “Fari það í heitasta helvíti”. AP verðlaunin féllu Hörpum í skaut, Saga hlaut gulrótina fyrir bestu mætingu á landsþing, Litlu Freyju fengu Súlur fyrir mesta fjölgun félaga og Úlfynjan var afhent Aðalheiði Rúnarsdóttur fyrir að vekja athygli á íslensku samtökunum innan alþjóðasamtakanna. Síðast en ekki síst var fráfarandi stjórn þakkað fyrir vel unnin störf á árinu og ný stjórn var sett inn í embætti. Stjórn landssamtaka POWERtalk á Íslandi fyrir starfsárið 2017-2018 er þannig skipuð:

Aðalheiður Rúnarsdóttir, Korpu, landsforseti

Sigríður Pálsdóttir, Jóru, kjörforseti

Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir, Fífu, varaforseti

Þórunn Kristín Kjærbo, Fífu, ritari

Halldóra Magnúsdóttir, Hörpu, gjaldkeri

Með kærri kveðju

Þórunn Kristín Kjærbo, ritari

Ertu á leið á Landsþing 2017?

Nú styttist heldur betur í Landsþing POWERtalk á Íslandi sem verður haldið að Laugarbakka í Miðfirði 5.-6.maí nk. Það er alltaf gaman þegar Landsþingið er haldið utan borgarmarkanna því þá myndast öðruvísi stemmning á meðal þátttakenda og félagar „neyðast“ til að hittast utan dagskrár. En hvað gerir hinn almenni félagsmaður á Landsþingi?

 

Gott er að vera mættur í tíma og vera búinn að koma sér fyrir á herbergjum áður en formleg dagskrá hefst. Við skráningu landsþingsgesta er landsþingsheftið afhent sem m.a. inniheldur dagskrá þingsins og skýrslur frá embættismönnum og nefndum. Þar er einnig að finna starfsreglur þingsins sem gott er að kynna sér. Þingsetning verður kl. 18:00 á föstudagskvöld og er æskilegt að vera þá kominn í sæti. Deildir eru kynntar í heild sinni þ.e. félagar eru ekki kynntir hver og einn heldur standa þátttakendur deildar saman á fætur. Þingskapaleiðari stjórnar því þegar farið er með heit POWERtalk samtakanna og eru allir félagar hvattir til að taka hátt undir, hátt og snjallt. Engin þörf er þó á að læra heitið utanbókar því það verður í landsþingsgögnum.

 

Í félagsmálahluta þingsins stýrir Erla Traustadóttir forseti landssamtakanna dagskránni. Í upphafi verða fluttar skýrslur embættismanna og formanna fastra nefnda.  Nokkrar þeirra eru einnig í landsþingssheftinu og því auðvelt að kynna sér efni þeirra. Félagsmönnun er frjálst að koma með fyrirspurnir og tjá sig þegar forseti gefur það til kynna en í atkvæðagreiðslum eru það einungis landsþingsfulltrúar deilda (oftast forsetar) sem hafa atkvæðisrétt. Undir liðnum Önnur mál geta félagar komið sínum hugðarefnum á framfæri.  Gilda þá sömu reglur og á deildarfundum (biðja um orðið með því að rétta upp hendi - standa upp og kynna sig - ávarpa og beina máli sínu til forseta o.s.frv.). Rétt er að geta þess að félagi getur ekki lagt fram tillögur í eigin nafni en getur komið þeim fram í gegnum landsþingsfulltrúa sinnar deildar.

 

Dagskrá laugardagsins felur í sér fræðslu og vinnustofur og eru félagar hvattir til að taka virkan þátt eins og stjórnendur bjóða uppá. Að loknum hátíðarkvöldverði á laugardagskvöld er m.a. afhending viðurkenninga og innsetning nýrrar stjórnar en forseti slítur þinginu í lok dagskrár sem eru áætluð um kl. 23. Ekki er loku fyrir það skotið að félagar taki nokkur dansspor áður en haldið verður til hvílu. Ef þið eruð með óskalög þá getið þið sett þau inn á Spotify-lista sem er inn á Spjallherberginu okkar á Facebook.


Dagskrárnefnd og stjórn landssamtakanna eru umhverfisvæn og vilja því lágmarka þann pappír sem notaður er á þinginu. Tæknin er frábær til að hjálpa okkur í að nota sem minnst af pappír. Kjörforseti mun senda netslóð á alla félaga fyrir landsþing þar sem hægt verður að nálgast glærur og annað efni sem tengist þinginu. Það er því höndum hvers og eins félaga hvort hann vilji prenta út efni (annað en dagskrá og skýrslur) áður en haldið er á Landsþing.


Það síðasta sem þið þurfið að gera áður en þið leggið af stað er því að kanna hvort það sé efni sem þið viljið prenta út - og athuga hvort sundfötin og nafnspjaldið sé ekki örugglega í farteskinu. Það er nefnilega heitur pottur á Hótel Laugarbakka

 

Hlakka til að sjá ykkur á Landsþingi 2017.

Steinunn A. Ólafsdóttir

fulltrúi í landsþingsnefnd


P.S. Ég skora á ykkur að vera dugleg að setjast hjá fólki úr öðrum deildum á matmálstímum og spjalla við hina og þessa í kaffitímunum, ekki síst erlenda gestinn okkar. Það er jú hluti af þessu öllu saman :)

Jólakveðja

christmas 640x360

Óskum POWERtalk félögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með þakklæti fyrir árið sem er að líða. Hlökkum til öflugs POWERtalk árs 2016.

Fyrir hönd landsstjórnar,

Ólöf Ásdís Ólafsdóttir, landsforseti.

Skráning hafin á Landsþing 2017

Ágætu POWERtalk félagar.

Nú styttist í uppskeruhátíð okkar, Landsþing POWERtalk á Íslandi og hefur verið opnað fyrir skráningu. Við hvetjum félaga til að fjölmenna og skrá sig sem allra fyrst. Eins og áður hefur komið fram verður Landsþingið haldið á Hótel Laugabakka í Miðfirði dagana 5.-6. maí næstkomandi. Hótel Laugabakki er nýlega uppgert hótel, með 56 herbergjum með baði. Öll herbergin eru með sjónvarpi, hárþurrku, baðvörum og sloppum. Frítt þráðlaust net er í alrýmum hótelsins og í herbergjum. Einnig eru heitir pottar á svæðinu sem gestir hafa frían aðgang að. Hægt er að velja úr eins, tveggja og þriggja manna herbergi. Veitingastaðurinn Bakki er á hótelinu, þar sem lögð er áhersla á mat úr héraðinu. Hótelið er miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar eða 193 km frá Reykjavík. Frá Akureyri eru 198 km til Laugarbakka, 231 km frá Selfossi og 252 km frá Patreksfirði. Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Í næsta nágrenni er Vatnsnes þar sem finna má söguslóðir Vatnsenda-Rósu og klettadrangurinn Hvítserkur gnæfir yfir sjávarmálinu. Grettir Ásmundarson, frægasti útlagi Íslendingasagnanna, ólst upp í Miðfirði og úti á Húnaflóa háðu Þórður kakali og Kolbeinn ungi einu sjóorrustuna við Ísland, Flóabardaga árið 1244.

Greiða þarf staðfestingargjald 10.000 krónur fyrir 15. mars. Eftirstöðvar landsþingsgjalds greiðast fyrir 20. apríl. Vinsamlega leggið inn á reikning 0549-14-401582, kt. 470180-0489 og sendið staðfestingarpóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Skráning fer fram hér.

Hlökkum til að hitta ykkur á Landsþingi í maí

POWERtalk kveðjur

f.h landsþingsnefndar

Elísa A. Ólafsdóttir, umsjónarmaður Landsþings 2017.

Nýjasta fréttabréf POWERtalk er komið út

PT bladKæru POWERtalk félagar. Þá er nýjasta fréttablaðið okkar komið út. Að þessu sinni er efni blaðsins að mestu leyti helgað fræðslufundi samtakanna sem fer fram laugardaginn 7. nóvember í Hveragerði. Burðarvirki blaðsins eru kynningar á erindum sem flutt verða á fundinum. Gaman verður að hlýða á áhugaverð og skemmtileg erindi þar og njóta samveru með öðrum POWERtalk félögum. Í blaðinu má einnig að finna alls konar fróðleiksmola sem koma ykkur öllum vonandi að góðu gagni bæði á fundum innan samtakanna sem og í daglega lífinu. Njótið lestursins og sjáumst vonandi sem flest á fræðslufundinum í Hveragerði á morgun!
Smellið hér til að lesa blaðið

Afmælisboð Fífu

fifa2

Kæri vinur,

Read more: Afmælisboð Fífu

Fréttabréf POWERtalk er komið út

Kæru POWERtalk félagar og aðrir lesendur. Þá er nýjasta fréttablað samtakanna komið í hendurnar á ykkur. Að þessu sinni er efni blaðsins að mestu leyti helgað fræðslufundi samtakanna sem mun fara fram næstkomandi laugardag í Hveragerði. Burðarvirki blaðsins eru kynningar á erindum sem flutt verða á fundinum. Gaman verður að hlýða á áhugaverð og skemmtileg erindi þar og njóta samveru við aðra POWERtalk félaga. Í blaðinu má einnig að finna alls konar fróðleiksmola sem koma ykkur öllum vonandi að góðu gagni bæði á fundum innan samtakanna sem og í daglega lífinu. Njótið lestursins og vonandi sjáumst við sem flest á fræðslufundinum í Hveragerði á morgun!