Nektin sigraði á landsþingi

stjorn2015-2016 1mini30. Landsþing samtakanna fór fram dagana 1. – 2. maí á Hótel Hamri í Borgarfirði. Öll aðstaða og þjónusta á hótelinu var alveg til fyrirmyndar og veðrið skartaði sínu fegursta og gladdi þinggesti. Heiðursgestur þingsins var Kolfinna Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Borgarfjarðar og flutti hún einkar einlægt og fallegt ávarp við setningu þingsins. Við tók svo félagsmálahluti þingsins þar sem formenn nefnda fluttu skýrslur sínar, lagabreytingar runnu ljúflega ofan í félaga og ný stjórn var kosin.

Read more: Nektin sigraði á landsþingi

30. Landsþingið sett í dag 1.maí

Landssamtök POWERtalk á Íslandi velja heldur betur flottan dag til að setja 30. landsþingið, sjálfan 1. maí. Til þingsins streyma nú félagar frá öllum deildum samtakanna, Akureyri, sunnanverðum Vestfjörðum, Suðurlandinu og af höfuðborgarsvæðinu. Mjög góð mæting er á þingið  og byrjuðu þinggestir að streyma á þingstað í gær, fimmtudag, slíkur er áhuginn. Þennan áhuga skal þó engan undra enda góð og fjölbreytt dagskrá sem inniheldur m.a. félagsmál, ræðukeppni, fræðslur, gamanmál og margt fleira. Skráning hefst kl. 14:30 og verður þing sett kl. 16 með því að félagsmenn fari með heit samtakanna. Síðan mun hver dagskrárliðurinn taka við af öðrum og inn á milli munu félagar njóta góðrar samveru og veitinga i Borgarfirðinum.

Stígðu skrefið ....alla leið á landsþing

Landsþing!

Orðið sjálft vekur upp minningar um sérstaklega ánægjulegan viðburð með andrúmslofti sem er hlaðið jákvæðni, gleði, já og væntumþykju. Allir þeir félagar sem nokkurn tímann hafa gefið sér tækifæri til að mæta á landsþing vita vel hvað átt er við og geta eflaust bætt við fleiri góðum lýsingarorðum. Fyrir utan alla þá þjálfun sem félagar fá við skipulagningu og undirbúning þingsins þá gefst félögum einnig einstakt tækifæri til að flytja verkefni fyrir utan veggi sinna deilda og stækka sinn þægindahring til muna. Þeir eru ófáir félagarnir sem stokkið hafa á landsþingstækifærið og stíga munu á stokk á komandi þingi, sumir í fyrsta skipti og aðrir sem vilja viðhalda þjálfun sinni með verkefnaflutningi, öðrum til fróðleiks og gleði.

Read more: Stígðu skrefið ....alla leið á landsþing

Hvað er Fellow?

Ein af vinnustofum landsþings ber nafnið Hvað stoppar þig?, en þar ætlar Þórunn Björk Pálmadóttir að fjalla um frestunaráráttu. Þetta er ekki "bara" vinnustofa, því Þórunn er jafnframt að þreyta próf sem Fellow of ITC.

Og hvað er það? Þetta próf var fyrst þreytt á heimsþingi í Baltimore árið 2005 og má segja að það sé hugsað þannig að verið sé að búa til ákveðinn gæðastaðal. Þeir sem öðlast þessi réttindi þurfa að standast gæðakröfur - til að verða nokkurs konar staðgenglar Alþjóðastjórnar innan sinna landssamtaka. Sá sem er Fellow of ITC þarf að teljast mjög fær í samskiptum, geta haldið athygli áheyrenda og virkjað þá í verkefnavinnu í vinnustofu sem tekur 90 mínútur. Einnig flytur viðkomandi 10 mínútna kynningu/ræðu þar sem hann mælir eindregið með þátttöku í starfi POWERtalk. Þessi ræða er flutt á ensku í áheyrn tveggja fulltrúa (Fellows). Þessi réttindi fást ekki í eitt skipti fyrir öll, það þarf að endurtaka prófið reglulega til að sannreyna að fólk haldi sér í þjálfun.

Þórunn er fimmti Íslendingurinn sem þreytir þetta próf, áður hafa Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, Anna Kristín Kjartansdóttir, Ingibjörg Vigfúsdóttir og Guðrún Barbara Tryggvadóttir lokið því. Það er tilhlökkunarefni að taka þátt í vinnustofunni hennar Þórunnar og ekki er að efa að allir íslensku félagarnir óska henni velfarnaðar.

Skundum á landsþing 1. maí

hotel-hamar

Nú fer að styttast í uppskeruhátíðina okkar, en landsþing POWERtalk á Íslandi verður haldið á Hótel Hamri í Borgarnesi fyrstu helgina í maí.

Í ár er 30. landsþing POWERtalk á Íslandi og því sérstök áhersla nefndarinnar að vanda umgjörð landsþings og á sama tíma að halda kostnaði í lágmarki. Nefndin hefur lagt hart að sér að ná góðum samningum til þess að flesti félagar sjái sér fært að mæta.

Landsþings pakkinn kostar 35.000 krónur með gistingu í tvær nætur. Innifalið eru öll þinggögn, fræðsla, matur, kaffi og hátíðarkvöldverður á laugardagskvöldinu.

Búið er að opna fyrir skráningu hérna og eru félagar hvattir til að skrá sig sem fyrst, eða ekki síðar en 10. apríl. Einnig þarf að ganga frá 10.000 króna staðfestingargjaldi inn á reikning POWERtalk (0549-14-401582, kt. 470180-0489) fyrir þann tíma og senda staðfestingarpóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Read more: Skundum á landsþing 1. maí

Sveitafélagið sem hýsir landsþingið 1-3 maí 2015: Borgarbyggð

Borg30. Landsþing POWERtalk á Íslandi verður haldið í Borgarfirð, nánar tiltekið á Hótel Hamri 1.-3. maí n.k. Borgarbyggð er spennandi staður til þess að heimsækja en hún samanstendur af Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinstaðarhreppi

Það búa 3700 manns í þessu sveitafélagi og sveitastjórinn heitir Kolfinna Jóhannesdóttir

Mikill kraftur og bjartsýni er í uppbyggingu á svæðinu og ekki síst  í ferðaþjónustunni.

Read more: Sveitafélagið sem hýsir landsþingið 1-3 maí 2015: Borgarbyggð