Landsþingi slitið

Landsthing2013_128. landsþingi POWERtalk á Íslandi var slitið rétt fyrir miðnætti laugardaginn 4. maí á Hótel Borgarnesi. Það er samdóma álit allra þeirra sem sóttu þingið að mjög vel hafi tekist til; öll aðstaða til fyrirmyndar, ljúffengar veitingar, dagskráin fjölbreytt og fræðandi, þar sem spilað var á allan tilfinningaskala viðstaddra og félagar upp á sitt allra besta.

Gestir landsþings voru Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst sem flutti ávarp við setningu þingsins og María Björk Óskarsdóttir sem kynnti verkefnið Nýttu kraftinn sem hún stýrir ásamt Sigríði Snævarr, fyrrverandi sendiherra. Fulltrúi alþjóðastjórnar var Gunnjóna Una Guðmundsdóttir Korpu/Sögu, Fellow of ITC.

Read more: Landsþingi slitið

Hagnýt atriði fyrir landsþing

check

 

Nú er fátt annað eftir en að gera sig tilbúin/n fyrir landsþing og renna yfir það sem vantar og athuga að ekkert gleymist. Gott er að hafa sem flestar upplýsingar á einum stað og því eru hér hagnýtar upplýsingar fyrir landsþingsgesti. Gestir  þingsins eru tveir að þessu  sinni.  Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans  á Bifröst, er heiðursgestur þingsins og verður hún  með okkur  á föstudaginn. Á laugardaginn mun María  Björk Óskarsdóttir vera með okkur og segja okkur nánar frá verkefninu Nýttu kraftinn.  Það er samstarfsverkefni hennar og Sigríðar Snævarr fyrrverandi sendiherra og hafa þær m.a. gefið út bók um verkefnið.  

Read more: Hagnýt atriði fyrir landsþing

Með leið 57 á landsþing!

suðvestur straetoXSLandsþingið verður sett kl. 17:30 föstudaginn 3. maí í Borgarnesi eins og öllum ætti að vera orðið ljóst. Áður en þingið verður sett gæti verið gott að vera búin að koma sér fyrir og teygja aðeins úr tánum eftir vikuna. Því er ekki úr vegi að skoða hve langan tíma það tekur að koma sér á staðin og hvernig er hægt að koma sér á staðinn, en nú er von á gestum alveg frá Selfossi og vestur á Patreksfjörð.

Read more: Með leið 57 á landsþing!

Uppskeruhátíð

Club Carrot Trophy-iconÞá er loksins komið að því að uppskera. Uppskera getur verið í hinum ýmsu formum og á ýmsum tímum. Okkar uppskera hér í POWERtalk er um það bil að hefjast. Við munum hittast og halda okkar eigin uppskeruhátíð þar sem við getum fagnað liðnu ári og glaðst saman.

Á uppskeruhátíðum er verið að uppskera það sem er liðið og hefur farið vel. Því veitum við verðlaun til einstaklinga og deilda sem hafa uppskorið hvað mest.

Read more: Uppskeruhátíð

Brákarhátíð

Brákarhátíð í júnímánuði til heiðurs ambáttinni Brák er orðinn árlegur viðburður í Borgarnesi. Þá koma íbúar saman og eiga frábæran dag frá morgni til kvölds og er nóg að gera fyrir alla fjölskylduna. 

Minnismerkið Brák eftir Bjarna Þór Bjarnason var reist við Brákarsund árið1997. Ambáttin Brák bjargaði lífi Egils þegar Skallagrímur greip til hans í æðiskasti.  Hún steypti sér í Brákarsund og karlinn fleygði bjargi á eftir henni;  kom hvorugt upp síðan.  Yfir Brákarsund er nú brú sem tengir Brákarey við land.  Slíku var vitaskuld ekki til að dreifa á tímum Eglu og lá skip Þórólfs Skallagrímssonar einmitt við festar á Brákarpolli nóttina sem Egill hjó á landfestar skipsins svo það rak út á fjörð. 

Brákarey og Brákarsund eru kennd við Þorgerði brák ambátt á Borg en Skalla-Grímur húsbóndi hennar varð henni að bana með steinkasti á sundinu milli lands og eyja.

Brakey

Haugur Skallagríms, í friðsælum skrúðgarði Borgnesinga, Skallagrímsgarði.

Spennt fyrir fyrsta landsþinginu

Margrét Brynjólfsd minniÞað hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með hér á síðunni okkar að nýverið var stofnuð ný deild á sunnanverðum Vestfjörðum sem fékk nafnið Klettur.  Klettsfélagar ætla að fjölmenna á landsþing sem er mjög ánægjulegt. Við fengum splunku nýjan POWERtalk félaga, Margréti Brynjólfsdóttur til að senda okkur nokkrar línur og segja okkur af hverju hún gekk til liðs við samtökin.

Read more: Spennt fyrir fyrsta landsþinginu

Gælum við bragðlaukana

maturÞað eru orð að sönnu að þinggestir á landsþingi POWERtalk á Íslandi í Borgarnesi, fá bæði andlega og líkamleg næring helgina 3.-5.maí 2013.

Við komuna á Hótel Borgarnesi, eftir innskráningu, nöslum við á niðurskornum ávöxtum, kleinum, hrökkbrauði og pestó. Eftir þingsetningu og vonandi fjörug félagsmál gæðum við okkur á kjúkling í engifer appelsínusósu með bökuðum kartöflum. Að aflokinni spennandi ræðukeppni, yfir Bar-svari, er hægt að seðja þorstann á barnum, en hægt verður að kaupa t.d. bjór (Steðji, Víking, Thule), hvítvín (Morandè Chardonney frá Chile), rauðvín (Morandè Cabernett Sauvignon frá Chile), gos, djús og malt.

Read more: Gælum við bragðlaukana