Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Uppgjör landsþings

Glæsilegu, þriggja daga Landsþingi POWERtalk International á Íslandi er lokið. Eftir standa ánægðir félagar reynslunni ríkari og vonandi mun fróðari eftir frábærar fræðslur og vinnustofur. Mikil eftirvænting er ávallt eftir verðlaunaafhendingunum á landsþingi. Úlfinn hlaut Kolbrún Rakel Helgadóttir, Korpu, fyrir ötula kynningu á samtökunum. Freyjuna hlaut deildin Fífa fyrir hlutfallslega mest fjölgun félaga á starfsárinu. Gulrótina hlaut deildin Saga fyrir hlutfallslega flesta félaga mætta á landsþing. AP verðlaunin hlaut deildin Harpa fyrir flest AP möt á frammistöðu félaga. Sigurvegari í ræðukeppni POWERtalk var Jóhanna Guðjónsdóttir, Jóru. Til hamingju allir sem einn. Erlendu gestir okkar á landsþinginu þetta árið voru Valerie Harper, kjörforseti alþjóðastjórnar POWERtalk og Christine Endo, forseti 1.svæðis POWERtalk. Voru þær stöllur hæst ánægðar með móttökurnar hér á landi í alla staði og sögðu POWERtalk á Íslandi vera „best geymda leyndarmál“ samtakanna út  um allan heim. Þær skoðuðu aðstæður hér í höfuðborginni með það fyrir augum að halda Heimsþing POWERtalk International hér á landi árið 2015.  Íslensk undirbúningsnefnd Heimsþings POWERtalk 2015 vinnur að því að senda á Alþjóðastjórn tilboð sem ekki er hægt að hafna.

Þú og allir hinir á landsþingi...

ValerieHarperSkráningu á landsþing lýkur nú á mánudaginn og vonandi hefur nýja skráningarformið höfðað vel til félaga. Þeir sem ekki eru vissir um það hvort skráning þeirra hafi skilað sér geta haft samband við forseta sinnar deildar og hann getur skoðað skráningalistann. Það er gaman að segja frá því að félagar eru alltaf að auka það að taka maka sína, eða aðra gesti, með á hátíðarkvöldverðinn. Þeir sem hafa hug á að bæta við gest, geta gert það í gegnum skráningarformið með því að skrá nafn sitt og deild og haka svo já við gest. Tveir erlendir gestir verða með okkur að þessu sinni. Valerie Harper kjörforseti alþjóðastjórnar (sjá mynd) og Christine Endo, en báðar koma þær alla leið frá Kanada. Einnig mun framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Inga Dóra Pétursdóttir flytja erindi á laugardeginum.  Smelltu á "read more" til að sjá matseðilinn fyrir landsþing. 

Read more: Þú og allir hinir á landsþingi...

Landsþing 4. - 6. maí 2012

nautholl

Landsþingið verður í ár í þrjá daga, föstudag til sunnudags 4. - 6. maí.

Hér má sjá drög að dagskrá þingsins.

Skráning er hafin hér.  Verðskrá þingsins.

Dagskrá landsþings 2012

Hats-SunDagskrá landsþings er nú fullmótuð og nokkuð ljóst að á dagskrá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars verða fjórar mjög spennandi vinnustofur. Anna Kristín í Jóru ætlar að fjalla um það hvernig hægt er að skerpa sýnina að ákveðnu verkefni eða markmiði, eitthvað sem allir geta lært af. Valeri Harper, verðandi alþjóðaforseti um liðsheild, nauðsynlegt fyrir alla þá sem vinna með öðrum.  Gunnjóna Una í Korpu / Sögu um jákvæða framtíðarsýn og kemur til með að benda á leiðir til að efla sjálfstraustið og síðast en ekki síst ætlar Ingibjörg í Hörpu að benda á leiðir til að fá fólk til að taka þátt og "gera eitthvað". Að sjálfsögðu verður ræðukeppnin á sínum stað, og að auðvitað mæta allir félagar og styðja sitt fólk í þessu ögrandi verkefni. Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women mun jafnfram koma og segja frá því stórkostlega verkefni sem sú stofnun,UN Women, vinnur að í þágu kvenna um allan heim. Auk alls þessa verða félagsmál og kosning nýrrar stjórnar, skemmtilegt verkefni í hjá Láru Sif í Korpu og Þórunn Björk í Korpu ætlar að fjalla um sex hatta! Dagskrá þingsins má nálgast hér.

Skráning gengur vel og vert að benda á að skráningu lýkur mánudaginn 30. apríl.

Landsþing 2012

rsz_img_0019Landsþing POWERtalk á Íslandi dagana 4 og 5. mai n.k. verður haldið á Nauthól.
Kæru félagar takið dagana frá því það eru aðeins 3 mánuðir til stefnu og þeir eru fljótir að líða.

Nauthóll er staðsettur á Nauthólsveg 106, við ströndina í Nauthólsvík.

Nauthóll nýtur sérstöðu sem fáir staðir á höfuðborgarsvæðinu geta státað af en hann býr að frábærri staðsetningu í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þeirri nálægð fylgir ósjálfrátt einhver bjartur, heilnæmur og fallegur andi. Og verður lögð sérstök áhersla á létt og notalegt andrúmsloft á þinginu.

Við höfum áhrif - tökum þátt

Við höfum áhrif – tökum þátt er yfirskrift landsþings að þessu sinni. Með því er verið að vísa til þess að með því að taka þátt í störfum í samtökunum eða samfélaginu, getum við komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif á það sem þarf að gera eða við viljum að sé gert.  Einnig er átt við að með því að taka þátt í þinginu ýmist með þátttöku, verkefnaflutningi eða hverju öðru sem verða vill höfum við áhrif á þá sem eru umhverfis okkur og getum miðlað og móttekið, og um leið aukið eigin áhrifamátt.

Read more: Við höfum áhrif - tökum þátt