Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

26. landsþingi lokið

sigurvegarar KORPU taka við gulrótinni26. landsþingi POWERtalk samtakanna á Íslandi er nú lokið.  Fræðslur, fyrirlestrar, vinnustofur og upplýsingar um órafmögnuð eldhústæki voru á dagskrá í gær og virtust allir njóta vel.  Við hátíðarkvöldverð í gærkvöldi í Sunnusal voru síðan verðlaunaafhendingar og innsetning nýrrar stjórna.  Veislustjóri var Þuríður Guðmundsdóttir, Sögu. Ræðumaður þingsins var Vilborg Eiríksdóttir, Jóru og er henni óskað innilega til hamingju með áfangann. Í öðru sæti lenti Aðalheiður Rúnarsdóttir, Fífu.  Freyjan, verðlaun fyrir mesta fjölgun félaga í deild fór til Korpu og sömuleiðis Gulrótinn, en hún er viðurkenning fyrir mestu þátttöku deildarfélaga á þingið.  AP mats verðlaunin féllu í skaut Jórufélaga, og Úlfurinn fór til Upplýsinga og kynningarnefndar sem unnið hefur ötullega að því að endurgera nýjan kynningarbækling samtakanna ásamt endurgerð á glæsilegum 10 punktum, hagnýtum upplýsingaspjöldum sem gott er að grípa til við kynningu og ýmis önnur tækifæri.

Landsþing, laugardagur 7.maí

setningMikil gleði ríkti yfir félögum í gær við setningu landsþings og greinilegt að félagar kunna vel að meta þessa árlegu uppskerhátíð samtakanna. Fulltrúi frá alþjóðastjórn flutti ávarp, ný stjórn var kosin og fjórir ræðumenn fóru með ræður sínar í ræðukeppninni, spennandi verður að sjá í kvöld hvaða ræðumaður hlýtur sigur úr býtum. Þing heldur áfram í dag frá kl. 11, en skráning hefst kl.10:30. Margt spennandi er á dagskránni í dag og má þar nefna fræðslur um stjórnarhætti íslenskra fyrirtækja, markmiðasetningu, vinnustofu og fleira.  Eftir hátíðarkvöldverð, verðlaunaveitingar og skemmtidagskrá verður þingi síðan slitið í kvöld.

Sönn ánægja er innifalin í því að gera gott

Sönn ánægja er innifalinn í því að gera gott!
Á þessum tíma árs eru málshættir mjög sýnilegir og því ekki úr vegi að hafa einn slíkan sem fyrirsögn.  Þar sem uppskeruhátíð samtakanna er framundan þá er vel við hæfi að minnast aðeins á það starf sem deildir hafa verið að vinna í vetur. Á landsþingi eru nefnilega veit verðlaun til þeirra einstaklinga og deilda sem skarað hafa fram úr að einhverju leiti.  Má í þessu samhengi tala um AP bikarinn, en hann hlýtur sú deild sem duglegust hefur verið að veita AP mat, Freyjan fer til þeirrar deildar sem aukið félagafjölda sinnar deildar hvað mest,  Gulrótina fær sú deild sem hlutfallslega mætir með flesta félaga á landsþing og felur hún í sér að deildin fær eitt landsþingsgjald endurgreitt.  Úlfinn hlýtur sá einstaklingur sem öflugastur hefur verið í útbreiðslustarfsemi samtakanna og síðast en ekki síst hlýtur sá einstaklingur sem vinnur ræðukeppnina á landsþingi veglegan bikar. Mæting á landsþing eru svo verðlaun í sjálfu sér.  Þar gefst félögum tækifæri til að klappa sér og öðrum á öxlina fyrir vel unnið vetrarstarf því mestu verðlaunin og hinn sanna ánægja felst í því að vita að við höfum gert okkur gott í vetur með því að takast á við ýmis krefjandi verkefni.
carrotÁ þessum tíma árs eru málshættir mjög sýnilegir og því ekki úr vegi að hafa einn slíkan sem fyrirsögn.  Þar sem uppskeruhátíð samtakanna er framundan þá er vel við hæfi að minnast aðeins á það starf sem deildir hafa verið að vinna í vetur. Á landsþingi eru nefnilega veit verðlaun til þeirra einstaklinga og deilda sem skarað hafa fram úr að einhverju leiti.  Má í þessu samhengi tala um AP bikarinn, en hann hlýtur sú deild sem duglegust hefur verið að veita AP mat, Freyjan fer til þeirrar deildar sem aukið hefur félagafjölda sinnar deildar hvað mest,

Read more: Sönn ánægja er innifalin í því að gera gott

Landsþing sett í dag 6.maí.

26. landsþing POWERtalk verður sett í dag kl.17:30 á Hótel Sögu við Hagatorg.  Yfirskrift þessa þings er "Virkjum orkuna innra með okkur".  Skráning hefst kl. 16:30 og því er gott að mæta snemma til að fá smá stund til skrafs og ráðagerða og sýna þannig í verki þá orku sem í okkur býr.  Settning, félagsmál og spennandi einstaklingsræðukeppni er á dagskránni í dag.  

Orkan innra með okkur

efjEins og allir vita sem sótt hafa landsþing, þá er mikil kraftur og orka sem flæðir um á meðal félaga á meðan á þingi stendur.  Á síðasta landsþingi var ekki eingöngu mikið orkustreymi frá félögum heldur lét landið okkar einnig eftirminnilega á sér kræla með eldgosi.  Það er því gaman að segja frá því að á því þingi kviknaði hugmyndin að ilmvatninu EFJ, sem allir þekkja.  Í tengslum við það hugarafl og hugmyndaauðgi  sem félagar búa yfir hefur komandi landsþing fengið stefið „Orkan innra með okkur“.  Nú styttist óðum í landsþingið sem haldið verður 6. og 7. maí nk. og skráning hefst  fljótlega. Drög að dagskránni má nálgast hér, en félagar eru eindregið hvattir til að kynna sér hana vel og taka báða dagana frá.

Landsþing 6 og 7 maí nk.

powertalkmerkiLandsþing samtakanna verður haldið 6 og 7 maí nk. að Hótel Sögu. Skráning hefst kl. 16:30 á föstudeginum 6. maí.  Gestur frá alþjóðastjórn verður Ruth Maltman.  Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til þátttöku, en skráning hefur gengið mjög vel og mikil stemming er í loftinu vegna landsþingsins. Félagar eru eindregið hvattir til að taka með sér gesti á laugardagskvöldið og um að gera að bjóða t.d. mökum sínum með til þessarar uppskeruhátíðar samtakanna.  Sú nýbreytni verður þetta árið

Read more: Landsþing 6 og 7 maí nk.

Ávarp Landsforseta

IngaDaginn er farið að lengja og það styttist óðum í vorið.  Og vorið byrjar með uppskeruhátíðinni okkar, landsþinginu !  Landsþing POWERtalk  International á Íslandi verður haldið á Hótel Sögu dagana 6. og 7. maí næstkomandi.  Gestur þingsins verður Ruth Maltman, varaforseti III. svæðis  - og er nú vonandi að engar náttúruhamfarir hefti för hennar. Dagskrá þingsins er að verða tilbúin og verða drög að henni send til deilda ; og kynnt á heimasíðunni mjög fljótlega, en hægt er að upplýsa að þar verður að finna vinnustofu alþjóðastjórnar, og einnig fróðleik og skemmtan frá félögum samtakanna.

Read more: Ávarp Landsforseta