26. landsþing POWERtalk verður sett í dag kl.17:30 á Hótel Sögu við Hagatorg. Yfirskrift þessa þings er "Virkjum orkuna innra með okkur". Skráning hefst kl. 16:30 og því er gott að mæta snemma til að fá smá stund til skrafs og ráðagerða og sýna þannig í verki þá orku sem í okkur býr. Settning, félagsmál og spennandi einstaklingsræðukeppni er á dagskránni í dag.
Landsþing samtakanna verður haldið 6 og 7 maí nk. að Hótel Sögu. Skráning hefst kl. 16:30 á föstudeginum 6. maí. Gestur frá alþjóðastjórn verður Ruth Maltman. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til þátttöku, en skráning hefur gengið mjög vel og mikil stemming er í loftinu vegna landsþingsins. Félagar eru eindregið hvattir til að taka með sér gesti á laugardagskvöldið og um að gera að bjóða t.d. mökum sínum með til þessarar uppskeruhátíðar samtakanna. Sú nýbreytni verður þetta árið