Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Verðlaunaafhendingar

25_anniversary_cake_topper25.Landsþing samtakanna tókst virkilega vel í alla staði. Um 60 félagar voru skráðir til leiks og voru 13 gestir á laugardagskvöldinu.  Við komu og skráningu fengu allir glæsilega sérmerkta POWERtalk tösku í tilefni 25. þingsins, með fundargögnum.  Setning þingsins var hátíðleg og ræðukeppnin sem kom í kjölfarið, skemmtileg og fræðandi.  Alls tóku fimm keppendur þátt fyrir hönd sinnar deildar.  Ræðumaður kvöldsins var Þórunn Björk Pálmadóttir með áróðursræðu, ræðuefni þjóðtrú og ræðuheitið 7,9,13. Við óskum henni til hamingju. Eftir gómsæta humarsúpu, týndi Anna Kristín Kjartansdóttir ýmislegt uppúr skjóðunni í orðsins fyllstu merkingu og minnti okkur á ágæti þess að taka til í handtöskum okkar annað slagið.

Read more: Verðlaunaafhendingar

Landsþing sett í dag

Um 60 félagar skunda á Landsþingið sem haldið verður á Hótel Sögu í dag. Skráning hefst kl. 17 og þingið verður sett kl. 18. Inngangur gengt Þjóðarbókhlöðunni.  Góða skemmtun.

Skráning á Landsþingið gengur vel

Það er gaman að segja frá því að skráning félaga á Landsþingið er á fullu þessa dagana og greinilegt að þó nokkrar deildir stefna á að ná gulrótinni.  Við hvetjum alla til að mæta og missa ekki af þessari skemmtilegu uppskeruhátíð okkar POWERtalk félaga.  Dagskrár- og undirbúningsnefndir eru í óðaönn að skipuleggja "Silfurþingið" og vonast til að sjá sem flesta. Ef það er eitthvað sem félagar eru að velta vöngum yfir vegna þingsins þá er um að gera að senda línu á umsjónamann.  Netfangið er: thorunnbp(hjá)hotmail.com

Frábær þátttaka

25_anniversary_cake_topperVonandi eru allir að verða klárir fyrir Silfurþingið sem sett verður á föstudaginn kemur kl. 18.  Skráningin hefur gengið vonum framar og gaman er að segja frá því að meira en annar hver félagi er skráður á þingið. Undirbúningur hefur einnig gengið mjög vel og er komin á lokastig, þökk sé öllu því frábæra teymi sem stendur í eldlínunni.  Örlítil breyting verður á dagskránni, en Ruth Maltman varaforseti III svæðis, hefur afboðað komu sína þar sem flugsamgöngur eru ekki sem skyldi þessa dagana vegna öskufallsins. Engu að síður verður vinnustofan sem hún ætlaði að flytja, á dagskránni, og í góðum höndum þeirra Önnu Kristínar Kjartansdóttur og Gunnjónu Unu Guðmundsdóttur, en þær eru báðar Fellows of ITC. 

Gulrót

carrotÞessar línur eiga ekki að vera áróður fyrir grænmetisáti nú þegar tími páskaeggjana gengur í garð, en fyrir þá sem ekki þekkja til þá er gulrót í boði á Silfurþinginu. Eins og þið takið eflaust eftir er talað í eintölu, þ.e. um "gulrót" . Fyrir utan það að gulrótin sé afar girnileg og safarík þá er mikill fengur í henni. Gulrótina hreppir sú deild sem mætir hlutfallslega með flesta félaga á Landsþingið. Gulrótin er sem sagt sú að vinningsdeildin fær eitt sæti endurgreitt á landsþinginu, sem hún getur þá gert við það sem hún vill, -deild niður á þá félaga sem mættu á þingið eða hvað eina.  Verður þín deild með bestu mætinguna á "Silfurþingið" og fær gulrót?

Lokaútkall

callingminiNú styttist enn meir í Silfurþingið og undirbúningsnefndin verður sífellt meira vör við þann meðbyr sem þingið nýtur hjá félagsmönnum, rétt eins og samtökin okkar öll.

Jafnt félagar og gestir hafa verið duglegir að bóka sig á hátíðarkvöldverðinn enda er þetta tilvalið tækifæri til að kynnast stemmingunni sem einkennir okkur.  Skráningu á þingið lýkur þann 25. apríl, þ.e. á sunnudaginn og því ekki seinna vænna fyrir þá fáu sem eiga eftir að skrá sig, að gangast í málið.  Við minnum á „greiðsluaðlögun“ POWERtalk sem umsjónarmaður Landsþings veitir allar nánari upplýsingar um.

Nokkur hagnýt atriði:

Skráning hafin

signature1Skráning á 25.landsþing POWERtalk er hafin, en skráningarblöð ásamt dagskrárdrögum hafa verið send öllum deildum. Félagar eru eindregið hvattir til að skrá sig sem fyrst og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama og sýna þannig þann kraft og samhug sem býr í samtökunum. Þín þátttaka á þinginu skiptir máli. Umsjón með skráningu hefur Lenka Zimmermanová og hægt er að senda henni póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .  Hvaða deild skyldi hreppa gulrótina í ár?