Árlegt landsþing íslensku landssamtakanna er haldið að vori. Næsta landsþing, sem verður hið tuttugasta og áttunda, verður haldið í byrjun maí 2013. Á landsþingi er m.a. árleg ræðukeppni fulltrúa deilda; félagsmálahluti, þar sem kosin er stjórn til eins árs í senn, fluttar skýrslur og fjallað um lög samtakanna og önnur málefni.
Erlendir embættismenn, íslenskir félagar og gestir leiðbeina í vinnustofum; íslenskir félagar þreyta prófraunir með verkefnaflutningi. Þingið stendur í tvo daga, frá föstudegi til laugardags og lýkur með hátíðarhöldum.