Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Freyjulundur í Heiðmörk

Freyjulundur er skógarreitur POWERtalk á Íslandi í Heiðmörk, í útjaðri Reykjavíkur.
Á hverju vori fara sjálfboðaliðar í skemmti- og vinnuferð í reitinn. Þar hefur ötullega verið unnið að trjárækt og nýjar plöntur settar niður á hverju ári um leið og unnið er að grisjun og áburðargjöf. Deildarnar skiptast á um að hafa umsjón með reitnum eitt ár í senn. 

Gróðursetning 1980Stofnað var til Freyjulundar með samþykkt á ráðsfundi Fyrsta ráðs Málfreyja í júní 1980. Skógrækt ríkisins úthlutaði samtökunum tveggja hektara landnemareit og fyrsta skógræktarferðin var farin 12. júlí 1980. Þar mættu 50 manns og 150 trjáplöntum var plantað. Skógarreiturinn var síðan vígður við hátíðlega athöfn þann 30. ágúst sama ár og voru þá um leið gróðursett 50 tré til viðbótar auk þriggja stórra vígslutrjáa.

Rúmlega tvö þúsund trjáplöntur hafa nú verið gróðursettar og gróðurreiturinn er í stöðugum vexti, rétt eins og POWERtalk International á Íslandi.  

Hér er hægt að nálgst kort af staðsetningu Freyjulundar