Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Keltar og keltnesk áhrif á Íslandi

Á deildarfundi Ísafoldar fimmtudaginn 3. febrúar n.k. verður Þorvaldur Friðriksson gestur fundarins.
Þorvaldur, sem er fornleifa- og skrímslafræðingur, auk þess að vera fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu
og áhugamaður um keltnesk fræði, hefur lagt í umfangsmikla rannsóknarvinnu á tengslum norræns
og gelísks máls og íslenskra bæjarnafna og örnefna.
Niðurstöður hans, verða að teljast verulega áhugaverðar m.t.t. íslenskrar tungu og þeirrar staðreyndar að mörg
orð í íslensku málfari eiga ekki fyrirmyndir í norrænu tungutaki og hafa verið óútskýrð fram á þennan dag.
Fundurinn sem er kvöldverðarfundur verður haldinn í þingsal númer 7 á Hótel Loftleiðum
og hefst stundvíslega kl. 19:30. Allir velkomnir.
Eftirfarandi er haft eftir Þorvaldi Friðrikssyni: "Þegar orðabækur írskar, skoskar, welskar og frá eynni Mön
eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi keltneskra orða í íslensku er miklu meiri en hingað til hefur verið talið.
Gelísk orð mynda mikilvæg örnefni á Íslandi, nöfn, flóa, fjalla, útnesja, fljóta, höfuðbýla og jarða sem
snemma komust í byggð.  Hið forna íslenska tímatal, á sér ekki samsvörun á hinum norðurlöndunum,
það virðist vera keltneskt eins og mörg hin fornu íslensku mánaðarnöfn, þorri, góa, mörsugur og ýlir.
Þá virðast mörg orð í fornu skáldskaparmáli á Íslandi vera gelísk orð eins og Frón og gagarr.
Svo virðist sem orðabókarhöfundar telji oft á tíðum að orð sé norrænt af því að það er til í íslensku
en gera ekki ráð fyrir þeim möguleika að það sé þangað komið úr gelísku".
Á deildarfundi Ísafoldar fimmtudaginn 3. febrúar n.k. verður Þorvaldur Friðriksson gestur og fyrirlesari. thorvaldur_fri_riksson
Þorvaldur, sem er fornleifa- og skrímslafræðingur, auk þess að vera fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og áhuga- maður um keltnesk fræði, hefur lagt í umfangsmikla rannsóknarvinnu á tengslum norræns og gelísks máls og íslenskra bæjarnafna og örnefna. 
Niðurstöður hans verða að teljast verulega áhugaverðar m.t.t. íslenskrar tungu og þeirrar staðreyndar að mörg orð í íslensku málfari eiga ekki fyrirmyndir í norrænu tungutaki og hafa verið óútskýrð fram á þennan dag.

Fundurinn, sem er kvöldverðarfundur, verður haldinn í þingsal númer 7 í kjallara ráðstefnuálmu Hótels Loftleiða og hefst stundvíslega kl. 19:30. Allir velkomnir.

Þorvaldur Friðriksson: "Þegar orðabækur írskar, skoskar, welskar og frá eynni Mön eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi keltneskra orða í íslensku er miklu meiri en hingað til hefur verið talið. Gelísk orð mynda mikilvæg örnefni á Íslandi, nöfn, flóa, fjalla, útnesja, fljóta, höfuðbýla og jarða sem snemma komust í byggð.  Hið forna íslenska tímatal, á sér ekki samsvörun á hinum norðurlöndunum,það virðist vera keltneskt eins og mörg hin fornu íslensku mánaðarnöfn, þorri, góa, mörsugur og ýlir. Þá virðast mörg orð í fornu skáldskaparmáli á Íslandi vera gelísk orð eins og Frón og gagarr. Svo virðist sem orðabókarhöfundar telji oft á tíðum að orð sé norrænt af því að það er til í íslensku en gera ekki ráð fyrir þeim möguleika að það sé þangað komið úr gelísku".