Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Ísafold-Grand Ladies

Stjórn Ísafoldar 2011-2012

Stjórn ÍsafoldarVetrarstarfið hjá Ísafold – Grand Ladies er nú hálfnað. Fimm fundir búnir og fjórir eftir. Nokkuð fækkaði hjá okkur í upphafi þessa starfsárs og eru ellefu félagar starfandi en að auki er  Kristjana Milla, sem er heiðursfélagi deildarinnar og landssamtakanna, en starfar ekki vegna heilsubrests. Stjórn deilarinnar skipa Ásthildur Sigurðardóttir, forseti, Sara Elíasdóttir, varaforseti og Fanney Úlfljótsdóttir, gjaldkeri. Fundirnir hafa verið ágætlega sóttir og höfum við fengið nokkra gesti þar á meðal sótti stjórn landssamtakanna deildina heim á nóvemberfundinum. Á þeim fundi köfuðu Arnþrúður og Hildur í bókaskápinn sinn og kynntu og lásu upp úr bókum eftir Gyrði Elíasson.

Read more: Ísafold-Grand Ladies

Keltar og keltnesk áhrif á Íslandi

Á deildarfundi Ísafoldar fimmtudaginn 3. febrúar n.k. verður Þorvaldur Friðriksson gestur fundarins.
Þorvaldur, sem er fornleifa- og skrímslafræðingur, auk þess að vera fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu
og áhugamaður um keltnesk fræði, hefur lagt í umfangsmikla rannsóknarvinnu á tengslum norræns
og gelísks máls og íslenskra bæjarnafna og örnefna.
Niðurstöður hans, verða að teljast verulega áhugaverðar m.t.t. íslenskrar tungu og þeirrar staðreyndar að mörg
orð í íslensku málfari eiga ekki fyrirmyndir í norrænu tungutaki og hafa verið óútskýrð fram á þennan dag.
Fundurinn sem er kvöldverðarfundur verður haldinn í þingsal númer 7 á Hótel Loftleiðum
og hefst stundvíslega kl. 19:30. Allir velkomnir.
Eftirfarandi er haft eftir Þorvaldi Friðrikssyni: "Þegar orðabækur írskar, skoskar, welskar og frá eynni Mön
eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi keltneskra orða í íslensku er miklu meiri en hingað til hefur verið talið.
Gelísk orð mynda mikilvæg örnefni á Íslandi, nöfn, flóa, fjalla, útnesja, fljóta, höfuðbýla og jarða sem
snemma komust í byggð.  Hið forna íslenska tímatal, á sér ekki samsvörun á hinum norðurlöndunum,
það virðist vera keltneskt eins og mörg hin fornu íslensku mánaðarnöfn, þorri, góa, mörsugur og ýlir.
Þá virðast mörg orð í fornu skáldskaparmáli á Íslandi vera gelísk orð eins og Frón og gagarr.
Svo virðist sem orðabókarhöfundar telji oft á tíðum að orð sé norrænt af því að það er til í íslensku
en gera ekki ráð fyrir þeim möguleika að það sé þangað komið úr gelísku".
Á deildarfundi Ísafoldar fimmtudaginn 3. febrúar n.k. verður Þorvaldur Friðriksson gestur og fyrirlesari. thorvaldur_fri_riksson
Þorvaldur, sem er fornleifa- og skrímslafræðingur, auk þess að vera fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og áhuga- maður um keltnesk fræði, hefur lagt í umfangsmikla rannsóknarvinnu á tengslum norræns og gelísks máls og íslenskra bæjarnafna og örnefna. 
Niðurstöður hans verða að teljast verulega áhugaverðar m.t.t. íslenskrar tungu og þeirrar staðreyndar að mörg orð í íslensku málfari eiga ekki fyrirmyndir í norrænu tungutaki og hafa verið óútskýrð fram á þennan dag.

Fundurinn, sem er kvöldverðarfundur, verður haldinn í þingsal númer 7 í kjallara ráðstefnuálmu Hótels Loftleiða og hefst stundvíslega kl. 19:30. Allir velkomnir.

Read more: Keltar og keltnesk áhrif á Íslandi

Gleðin

petrina-mjoll-johannesdottirSéra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir mun ræða um gleðina á jólafundi Ísafoldar í Víkingasal Hótels Loftleiða 2. desember n.k., þar sem hún verður sérstakur gestur. Stef fundarins er "Kveikt er ljós við ljós.

Nánar um pistla sr. Petrínu Mjallar hér.

"Djúpar rætur" - Ísafoldarfundur 2. september

113. deildarfundur Ísafoldar verður haldinn í  Víkingasal Hótels Loftleiða, fimmtudaginn 2. september 2010, kl. 19.30 í umsjón stjórnar.

Stef fundar: Djúpar rætur

Dagskrá:

  1. 1. Fundur settur: Anna M. Axelsdóttir, forseti
  2. 2. Hvatning: Sara Elíasdóttir
  3. 3. Félagsmál:
        Skipað í dagskrárnefnd
  4.     Umræður um dagskrá vetrarins
  5. 4. Hlé - Kvöldverður
  6. 5. Bókarkynning í umsjón stjórnar
  7. 6. Lokaorð: Sigríður Sigurbergsdóttir

Ritari: Arnþrúður Halldórsdóttir

Dagskrá deildarfundar í Ísafold 4. mars 2010

Stef fundar: "Að hika er sama og tapa"
Umsjónarmenn: Guðrún Einarsdóttir og Hjördís Jensdóttir
Ritari fundar: Arnþrúður Halldórsdóttir

Dagskrá:
Borðtjáning: Gyða Steingrímsdóttir
Framhaldssagan:  Ágústa Bárðardóttir
Félagsmál
Matarhlé
Kristjana MillaThorsteinson lýsir fjallkonuraunum á Lýðveldishátíðinni 1944 á Þingvöllum
Lokaorð: Umsjónarmenn

Látið vita  um forföll og gesti fyrir  fimmtudag
Hjördís   552-8996
og Guðrún   564-4610