Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Upplýsingafundur landsstjórnar

Ágætu félagar.

Landsstjórn boðar til upplýsingafundar og almenns félagsfundar á fimmtudag, 21. september 2017, kl. 18. Fundurinn verður haldinn á Hótel Íslandi, Ármúla 9 í Reykjavík. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Allir félagar sem koma á fundinn eru beðnir að skrá sig í þar til gert skráningarform hér. Mikilvægt er fyrir okkur að vita um fjölda fundargesta, bæði vegna fjar- fundar og veitinga. Frestur til skráningar er til hádegis á miðvikudag, 20. september 2017.

Lög samtakanna (og gildandi reglur) þarfnast uppfærslu vegna slita alþjóðasamtakanna. Lögin sem kosið verður um á fundinum þann 21.september innihalda engar afgerandi efnislegar breytingar. Einungis er verið að strika út vísun í alþjóðasamtökin. Heildarendurskoðun laga verður lögð fyrir á landsþingi í vor. Félagar eru beðnir að kynna sér þær breytingar sem greidd verða atkvæði um á fundinum.

Log-eru.pdf sýnir lög samtakanna eins og þau voru samþykkt á síðasta landsþingi, þar sem striki hefur verið slegið yfir þau atriði sem vísa til alþjóðasamtakanna.
Log-verda.pdf sýnir lögin eftir útstrikun.
Gildandi-eru.pdf sýnir gildandi reglur samtakanna eins og þær voru samþykktar á síðasta landsþingi, þar sem striki hefur verið slegið yfir þau atriði sem vísa til alþjóðasamtakanna.
Gildandi-verda.pdf sýnir gildandi reglur eins og þær líta út eftir útstrikun.

 

Við í landsstjórn vonumst til að sjá sem flesta félaga á fimmtudag, á Hótel Íslandi eða í fjarfundi!

Með bestu kveðju fyrir hönd landsstjórnar

Aðalheiður Rúnarsdóttir

Forseti POWERtalk 2017-2018