Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Landsþing - drög að dagskrá

grapa
Ágætu félagar!

Rúmar fjórar vikur í að landsþing verði sett, nánar til tekið á Hótel Laugarbakka í Miðfirði 5. maí. Loksins eru drög að dagskrá þingsins tilbúin til birtingar - og sem betur fer eru enn laus pláss á hótelinu svo þau sem eiga eftir að skrá sig á þingið eru hvött til að gera það! Líka, og kannski sérstaklega, nýrri félagar í samtökunum. Skráning fer fram hér.
Á dagskrá eru hefðbundin landsþingsstörf í bland við eitthvað nýtt og fræðandi. Ræðukeppni, skemmtileg erindi frá POWERtalk félögum og Glæpasögur. Við fáum til okkar góðan gest frá alþjóðastjórn, en Mary Flentge, kjörforseti ITC, verður gestur á þinginu og heldur vinnustofuna „Molar um leiðsögn“ (e. Mentoring nuggets). Á laugardagskvöldinu er Hátíðarkvöldverður þar sem ræðumeistari samtakanna verður kynntur og stjórn næsta starfsárs sett í embætti með viðhöfn.

Drög að dagskrá þingsins má sjá hér og eru félagar hvattir til að fjölmenna á uppskeruhátíð okkar allra, enda ómetanlegt að hitta félaga úr öðrum deildum og njóta alls sem þar verður í boði.

Hittumst hress á landsþingi,
Aðalheiður Rúnarsdóttir
kjörforseti Landssamtaka POWERtalk á Íslandi 2016-2017