Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Þjálfunin

Þjálfun og þroski einstaklingsins
Þjálfunin sem POWERtalk International býður upp á, grundvallast á því að byggja upp einstaklinginn þannig að hann sé betur undirbúinn að takast á við verkefni sem bíða hans á lífsleiðinni, hvar og hvenær sem er.

Hópvinna hjálpar aðilum til að:
 • Tjá sig af öryggi og sannfæringu
 • Hlusta af athygli
 • Skilja mikilvægi tjáskipta í mannlegum samskiptum og læra að meta hina mörgu þætti hópstarfs
 • Læra að stjórna fundi
 • Læra og nota skipulagshæfileika
 • Þróa dulda hæfileika
 • Takast á hendur verkefni  af ýmsu tagi

Þjálfunin felur m.a. í sér :

 • Þjálfun hæfileika til forystu
 • Aukna hæfni sem áheyrandi og flytjandi
 • Aukinn þroska með uppbyggingu sjálfstrausts
 • Þjálfun skipulagshæfileika
 • Meiri viðurkenningu í starfi og sem einstaklingur í samfélaginu

POWERtalk International býður upp á þjálfun í:

 • Framkomu í ræðustól
 • Framsögn og raddbeitingu
 • Hlustun
 • Fundarsköpum - þingsköpum
 • Fundarstjórnun og ráðstefnuhaldi
 • Ritun fundargerða
 • Umsjón fjármála félaga
 • Tillöguflutningi
 • Undirbúinni og óundirbúinni tjáningu
 • Dagskrárgerð
 • Stjórnun og forystu
 • Annað að eigin vali

Þjálfunarstig
Á Íslandi fer þjálfunin fer fram á tveimur stigum.  Í deildum og  landssviði.