Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Hæfnis- og frammistöðumat

Almennt um hæfnismat.
Hæfnis- og frammistöðumat er sá hornsteinn sem þjálfun innan POWERtalk byggir á. Allt sem viðkemur þjálfuninni snýst um almennt mat á frammistöðu. Frammistöðumat er aðferð POWERtalk til að örva og efla þroska einstaklingsins og hópsins.
Styrkur og veikleiki hvers og eins, hvort sem það er þátttakandi í dagskrá, embættismaður eða nefndarmaður, er metinn á uppbyggilegan hátt. Bent er á kosti til að byggja á til frekari framfara og atriði sem þarfnast nánari athugunar og þjálfunar. Hver og einn bregst við því sem hann sér og heyrir.
Hæfnismat er álit, sem grundvallað er á skilningi þess sem veitir hæfnismatið á því verkefni sem innt var af hendi. Nauðsynlegt er að fylgjast grannt með og hlusta vel. Atriði sem fá umsögn þarf að velja vandlega, til að stuðla að hnitmiðuðu mati.

AP stigakerfið (Accreditation Program)
er matskerfi sem notað er innan POWERtalk. Það er byggt á viðurkenningu á árangri og staðfestingu á hæfni. AP stigakerfið er skipulögð áætlun um árangur.
Öll tjáskiptatækni - frá því að skrifa bréf, tala í síma, flytja verkefni, hlusta af hlutlægni, kynna sjálfan sig,  þjóna í embætti  - er lærð; og því hægt að þróa hana og bæta.
Notuð er sérstök handbók, (Master manual) í íslenskri þýðingu, sem félagar geta nálgast á læstu svæði á heimasíðu POWERtalk International.  Aðgangur að læsta svæðinu er innifalinn í félagsgjaldi.  Kerfið skiptist í fimm hluta, sem hver um sig er byggður á fjölda verkefna. Þegar lokið hefur verið við hvern hluta fyrir sig  veitir POWERtalk International.viðurkenningu fyrir árangur.