Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Að þora er að sigra

baekurVið erum lagðar af stað í nýtt ævintýri, POWERtalk ævintýri. Eins og alvöru ævintýri leiðir það okkur á nýjar óþekktar slóðir þar sem við stöndum frammi fyrir ýmsum verkefnum og óvæntum áskorunum. Þetta ferðalag færir okkur líka tækifæri til að eflast og þroskast. Það eina sem við þurfum að gera er að taka þátt og það af fullri alvöru. Látum því veturinn verða að einni stórri áskorun um að læðast út fyrir þæginda hringinn, skella okkur í djúpu laugina og láta vaða jafnvel þótt röddin innra með okkur hvetji okkur til að flýja. Því að þora er að sigra. Með kjark og þor að vopni eru okkur allir vegir færir. Þeir sem láta vaða hafa í raun unnið mesta sigurinn – ekki sigur sem er krýndur á verðlaunapöllum eða leiðir til upphafningar, heldur sigur á sjálfum sér. Að sigra sjálfan sig er mesta afrekið. Færir manni bestu tilfinningarnar. Hvernig tekst þér að sigra sjálfa þig í vetur?

Hvatning flutt á fyrsta fundi KORPU af Arndísi Linn.