Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

Algengar spurningar og svör

Algengar spurningar.
Þarf maður að þekkja einhvern í samtökunum til að geta komið á fund? Nei, þú þarft ekki að þekkja neinn, en þú ert fljót/ur að kynnast félögum og eignast jafnvel góða vini til lífstíðar.
Eru einhver skilyrði fyrir mætingu á fundi? Nei, enginn skilyrði fyrir en eftir að þú ert orðin félagi, þá færðu að taka að þér ýmis verkefni til að auka færni þína og til þess er einmitt leikurinn gerður. Við leggjum reyndar töluvert uppúr því að hafa góða skapið meðferðis.
Get ég skráð mig núna, eða hvernig gerir maður þetta? Já, þú getur skráð þig hvenær sem er.  Við bjóðum þér hins vegar, hér og nú, á fund hjá hvaða deild sem er þannig að þú getir kynnt þér starfið betur.  Heimsóknir eru án skuldbindinga.  Þú getur komið nokkru sinnum á meðan þú íhugar málið og þá kemstu að því að engir tveir fundir eru eins.  Þegar þú lætur svo til skarar skríða þá færðu umsóknareyðublað hjá deildinni til útfyllingar sem þú skilar svo inn til samþykktar.
Og hvað svo? Þegar þú ert tilbúin að takast á við verkefni færðu úthlutað  frá  dagskrárnefnd deildarinnar lítil verkefni sem þú vinnur heima og flytur síðan á fundi.  Eldri og reyndari félagar koma svo til með að segja þér hvað var vel gert og hvað hægt væri að gera betur. Við köllum það að fá hæfnismat.  Fyrstu verkefnin eru gjarnan stutt og laggóð, 1-2 mínúta. Verkefnin stækka síðan eftir því sem öryggi þitt og færni eykts.
Skráir maður sig á námskeið eða á maður að gerast félagi eða hvað? Þegar við höldum námskeið viljum við endilega sjá þig og þú skráir þátttöku hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .  Hins vegar mælum við með því að þú gerist félagi því æfingin skapar meistarann.
Hvað kostar, þ.e. hver eru þátttökugjöldin? Algengt verð er í kringum 30 þús. á ári (2011-2012).  Verðið er aðeins rokkandi eftir deildum og fellst sá munur aðallega í því hve mikið hver og ein deild greiðir í húsaleigu.
Er einhver annar kostnaður? Já, á stærri fundi eins og fræðslufundi, landsþing og sértæk námskeið fellur til annar kostnaður til að standa straum af húsnæði, fæði  og undirbúning. Ávallt er þó leitast við að halda öllum kostnaði í lágmarki.
Er POWERtalk bara fyrir konur? Nei, POWERtalk er opið öllum sem hafa áhuga.
Eru aldurstakmörk? Nei, enginn aldurstakmörk og við teljum að því breiðara sem aldursbilið er því meira lærum við hvort af öðru.
Hvað eru margir í hverjum hópi ? Hámark í hverri deild eru 30 manns, en algengur félagafjöldi er í kringjum 20 manns, undanfarið misseri hefur samt verið töluverð aukning í öllum deildum.
Hvenær hefst starfið? Starfsárið eru frá 1. ágúst til 31. júlí. Reglulegt deildarstarf hefst í byrjun september og stendur fram í maí.  Stjórnir deilda hafa þó almennt hafið starfið fyrr til að undirbúa vetrarstarfið.  Þó svo að starfið hefjist formlega að hausti er ekkert því til fyrirstöðu að byrja hvenær sem er.
 
Er mætingarskylda ? Já það er mætingaskylda á reglulega deildarfundi, en ef fólk kemst engan vegin þá tilkynnir maður einfaldlega forföll.
 
Hversu oft? Almennt eru deildir að funda 2svar í mánuði og hægt er að sjá fundardagana hér hjá hverri deild fyrir sig. Þó eru tvær deildir sem funda einu sinni í mánuði, það er Saga þar sem félagar æfa sig í ensku og fer fundurinn því fram á ensku og Ísafold.

Þarf maður að þekkja einhvern í samtökunum til að geta komið á fund? Nei, þú þarft ekki að þekkja neinn, en þú ert fljót/ur að kynnast félögum og eignast góða vini, jafnvel til lífstíðar.

Eru einhver skilyrði fyrir mætingu á fundi? Nei, ekki fyrr en þú ert orðinn félag. Þá hefst þjálfunin og þú færð að taka að þér ýmis verkefni til að auka færni þína og til þess er einmitt leikurinn gerður. Við leggjum reyndar töluvert uppúr því að hafa góða skapið meðferðis.

Get ég skráð mig núna, eða hvernig gerir maður þetta? Já, þú getur skráð þig hvenær sem er.  Við bjóðum þér hins vegar, hér og nú, á fund hjá hvaða deild sem er þannig að þú getir kynnt þér starfið betur.  Heimsóknir eru án skuldbindinga.  Þú getur komið nokkru sinnum á meðan þú íhugar málið og þá kemstu að því að engir tveir fundir eru eins og bragur deilda mismunandi. Þegar þú lætur svo til skarar skríða þá færðu umsóknareyðublað hjá deildinni til útfyllingar sem þú skilar svo inn til samþykktar.

Og hvað svo, þarf ég að byrja að tjá mig strax? Nei, þú þarft ekki að tjá þig strax, en í upphafi hvers fundar er kynning þar sem  félagar kynna sig yfirleitt sjálfir og finnst sumum það þrautin þyngri, svona til að byrja með. Þegar þú ert tilbúin/n að takast á við verkefni færðu þeim úthlutað af dagskrárnefnd deildarinnar Til að byrja með litlum verkefnum sem þú vinnur heima og flytur síðan á fundi.  Eldri og reyndari félagar, sem allir hafa verið í þínum sporum,  ræða málið við þig á eftir og segja þér hvað var vel gert og hvað hægt hefði verið að gera betur. Við köllum það að fá hæfnismat.  Fyrstu verkefnin eru gjarnan stutt og laggóð, 1-2 mínúta. Verkefnin stækka síðan eftir því sem öryggi þitt og færni eykst.

Um hvað talar maður í ræðunni, þarf ég að finna uppá því sjálf/ur eða er mér úthlutað ákveðnu ræðuefni? Varðandi ræðuefni þá hafa fundirnir gjarnan eitthvert stef eða nokkurskonar þema.  Oft eru stefin tengd málsháttum, skemmtilegum tilvitnunum eða einhverjar setningar sem geta vakið mann til umhugsunar. Fyrstu verkefnin eru oft miðuð við þessi stef og þá myndi ræðan þín vera hugleiðingar þínar sem tengjast þessu málefni. Hér geturðu séð skemmtilegt sýnishorn af 1-2 mín. verkefni út frá stefi.  Við erum hins vegar ekki eingöngu að flytja ræður, heldur alls konar verkefni. Dagskrár fundanna er mjög mismunandi, allt frá því að vera  1-2 mín. verkefni; og svo dæmi séu tekin ljóðalestur, bókakynning eða fræðsla mismunandi að tímalengd og upp í 60 mín. fyrirlestur með glærukynningum og málefnin eru allt á milli himins og jarðar.  Allt eru þetta samt verkefni sem miða að því að auka þor, færni og sjálfstraust þannig að okkur líði vel fyrir framan hóp af fólki og getum komið okkar skilaboðum áleiðis.

Skráir maður sig á námskeið eða á maður að gerast félagi eða hvað? Annars vegar höldum við námskeið og viljum þá endilega sjá þig og þá skráir þú þátttöku hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Í framhaldi af því getur þú ákveðið hvort þú vilt gerast félagi.  Hins vegar mælum við eindregið með því að þú gerist félagi í deild og hefjir þjálfunina strax því æfingin skapar meistarann.

Hvað kostar, þ.e. hver eru þátttökugjöldin? Algengt gjald er í kringum 35 þús. á ári (2014-2015). Gjaldið getur þó verið aðeins mismunandi eftir deildum og felst munurinn þá aðallega í því hve mikið hver og ein deild greiðir í húsaleigu.  

Er einhver annar kostnaður? Já, á stærri fundum eins og fræðslufundum, landsþingi og sértækum námskeiðum fellur til annar kostnaður til að standa straum af húsaleigu, veitingum  og undirbúningi. Ávallt er þó leitast við að halda öllum kostnaði í lágmarki.

Er POWERtalk bara fyrir konur? Nei, POWERtalk er opið öllum sem hafa áhuga.

Eru aldurstakmörk? Nei, engin aldurstakmörk og við teljum að því breiðara sem aldursbilið er því meira lærum við hvert af öðru.

Hvað eru margir í hverjum hópi ? Hámark í hverri deild eru 30 manns, en algengur félagafjöldi er í kringum 20 manns, undanfarið misseri hefur samt verið töluverð aukning í öllum deildum.

Hvenær hefst starfið? Starfsárið er frá 1. ágúst til 31. júlí. Reglulegt deildarstarf hefst í byrjun september og stendur fram í maí.  Stjórnir deilda hefja þó almennt starfið fyrr til að undirbúa vetrarstarfið.  Þó svo að starfið hefjist formlega að hausti er ekkert því til fyrirstöðu að byrja hvenær sem er. 

Er mætingaskylda ? Já það er mætingaskylda á reglulega deildarfundi, en ef þú kemst engan veginn þá tilkynnir þú einfaldlega forföll.

Hversu oft? Almennt funda deildir sem sinna grunnþjálfun 2svar í mánuði og hægt er að sjá fundardagana hér hjá hverri deild fyrir sig. Þó eru tvær deildir sem funda einu sinni í mánuði, það eru annars vegar Saga, þar sem félagar þjálfa sig í ensku og fara fundir því fram á ensku og  hins vegar Ísafold, þar sem grunnþjálfun fer ekki fram, því þar eru fyrrum félagar úr öðrum deildum sem starfað hafa í samtökunum að lágmarki í  þrjú ár og vilja halda þjálfun sinni við og styðja samtökin og halda tengslum við þann góða hóp sem þeir hafa unnið með í gegnum tíðina.

Umsóknareyðublað POWERtalk á Íslandi