Heimsþing

Annað hvert ár eru haldin heimsþing sem POWERtalk félagar hvaðanæva af úr heiminum fjölmenna á.  Á heimsþingum gefast tækifæri til enn frekari þjálfunar fyrir framan stóran og fjölbreyttan hóp.  Gjarnan hafa íslenskir POWERtalk félagar farið á heimsþing og flutt verkefni af einhverju tagi. Sem dæmi má nefna þá hafa þrír Íslendingar tekið þátt í hinni alþjóðlegu ræðukeppni ‘Cosmopolitan speech contest‘ og gaman er að segja frá því að Sigrún Guðmundsdóttir í Jóru bar sigur úr bítum í þessari keppni á alþjóðaþing í Ástralíu árið 2007.

Næsta heimsþing verður haldið á Hawai í júlí 2013.