Atburðadagatal

No events

Leita á síðunni

Innskráning

POWERtalk International

POWERtalk eru alheimssamtök sem leggja áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun í tjáningu sem skilar árangri. POWERtalk virkjar fólk til þátttöku í umræðum, býður leiðtogaþjálfun og eykur færni við kynningar og fundarstjórnun.

Samtökin hafa engan fjárhagslegan ávinning. Ávinningurinn felst í því að þú öðlist þá færni og sjálfstraust sem þarf til að flytja mál þitt af öryggi, hvort sem er í ræðu eða riti við ýmis tækifæri. Starfsemin byggir á einstaklingsmiðaðri jafningjafræðslu sem hvetur fólk til dáða þar sem tjáskipta- og stjórnunarhæfileikar skipta sköpum til starfsframa og þátttöku á opinberum vettvangi.

Innan POWERtalk international eru nokkur svið. Alþjóðasvið sem skiptist í fjögur svæði, landssvið, ráð og deildir.

Innan vébanda POWERtalk international starfa tæplega 4000 manns af báðum kynjum og öllum stéttum í 16 löndum í fimm heimsálfum: Austurríki, Ástralíu, Antilla eyjum, Bahama-eyjum, Bandaríkjum Norður Ameríku, Belgíu, Bretlandi, Grikklandi, Hollandi, Íslandi, Japan, Kanada, Mexikó, Nýja Sjálandi, Póllandi, Suður-Afríku

Slagorð: Þjálfun í markvissu málflutningi.

Markmið samtakanna er að gefa einstaklingum hvar sem er í heiminum tækifæri til sjálfsþroska með markvissri þjálfun í tjáskiptum og stjórnun.

Stefna samtakanna er að efla frjálsar og opinskáar umræður sem skulu vera án fordóma í stjórnmálum, félagsmálum, fjármálum, kynþáttamálum og trúmálum.